fbpx

Tobba Marinós mælir með Mjólkurþistli


Tobba Marinósdóttir eigandi Granólabarsins kynntist Mjólkurþistli frá ICEHERBS í gegnum viðskiptavin. Síðan hefur hún boðið upp á mjólkurþistil samhliða safahreinsun á Granólabarnum.hvað húðin var ósködduð eftir geislana.

Viðskiptavinurinn góði hafði sjálfur notað mjólkurþistil, samhliða safahreinsunum. Hann hafði heyrt af því að mjólkurþistill ýtti undir hreinsandi áhrifin og stakk því upp á því að Tobba byði upp á mjólkurþistil á Granólabarnum, sem hún rekur með móður sinni úti á Granda..

Mjólkurþistill frábær í detox

„Þegar fólk vill ná sem mestum „detox“ áhrifum er það mjög öflugt að para saman mjólkurþistilshylki frá ICEHERBS og taka tvö hylki á dag samhliða safahreinsun. Hylkin ein og sér virka hreinsandi en ef þú parar þau saman með safahreinsun, þá færðu enn öflugri niðurstöðu,“ segir Tobba. Hún segist í raun vera hissa á því að hún hafi ekki heyrt af töfrum Mjólkurþistils fyrr.

„Mjólkurþistill á sér langa hefð sem lækningajurt en hann inniheldur virka efnið Silimaryn sem örvar starfsemi lifrar og nýrna. En Mjólkurþistillinn frá ICEHERBS inniheldur líka fjallagrös sem eru algjörir töfrar. Það er ástæða fyrir því að mamma og amma og langamma þræluðu þeim í sig. Það er af því þau gera gagn,“ segir hún.

Sylimarin er virka efnið í mjólkurþistli

Sylimarin, virka efnið í mjólkuþistli er talið hafa góð áhrif á lifur og nýru. Efni úr Mjólkurþistli eru talin hjálpa lifrinni við myndum nýrra lifrarfruma og vera þannig náttúruleg hreinsun fyrir lifrina. Þá hefur plantan andoxunarvirkni og er þekkt fyrir að hjálpa við að losa óæskileg efni úr líkamanum til dæmis eftir áfengisneyslu.

Mjólkurþistillinn frá ICEHERBS inniheldur líka íslensk fjallagrös sem eru þekkt sem ginseng Íslands og ekki að ástæðulausu. Þau innihalda betaglúkantrefjar sem taldar eru geta hjálpað til við þyngdartap, að bæta meltingu og styrkja þarmana. Fjallagrös eru rík af steinefnum, einkum járni og kalsíum, og bera í sér fléttuefni sem talið er að hindri óæskilegar bakteríur. Fjallagrös eru einnig talin hjálpa til við að draga úr bjúg.

Íslensk framleiðsla og náttúrulegar blöndur

Bætiefnin frá ICEHERBS eru hrein og náttúruleg. Lögð er áhersla á að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar innihaldsefnanna viðhaldi sér að fullu. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og innihalda engin óþarfa fylliefni.

Grein var fyrst birt í fréttablaðinuhttps://www.frettabladid.is/kynningar/ovnt-angja-af-astaxanthin/

Vörurnar fást í flestum apótekum, heilsuvörurverslunum og betri stórvörumörkuðum.