fbpx
 

AFHENDING

q

AFHENDING PANTANA

Frí heimsending fyrir pantanir yfir 8.000 kr.

Sendingamöguleikar eru eftirfarandi:

 

Pósturinn – Pakki pósthús

 

Pöntun send á næsta pósthús. Verð: 1.190 kr.

 

 • Pakki Pósthús er afhentur á pósthúsi viðtakanda við framvísun tilkynningar og skilríkjameð mynd.
 • Tilkynning um pakka er send á GSM númer sem skráð er á pakkann. Ef ekkert GSM númer er skráð er prentuð út tilkynning og hún borin út á það heimilisfang sem skráð er fyrir pakkanum.
 • Viðtakandi getur einnig veitt öðrum aðila skriflegt
  umboð til að taka á móti pakkanum á pósthúsi fyrir sína hönd.
 • Geymslutími pakka á pósthúsi er 30 dagar frá komudegi. Geymslugjald leggst á sendingar eftir 10 virka daga á pósthúsi.

 

Pósturinn – Pakki heim

 

Pantanir eru almennt keyrðar heim 1- 3 dögum eftir póstlagningu. Verð: 1.490 kr.

 

 • Pakkar Heim eru keyrðir út til viðtakenda þar sem Pósturinn hefur heimaksturskerfi. Ef póstlagt er fyrir síðasta póstlagningartíma verður pakkinn keyrður út 1., 2. eða 3. dag eftir póstlagningu.
 • Gæðastaðlar Póstsins miðast við að tilraun til afhendingar sé reynd í a.m.k. 85% tilfella fyrsta dag eftir póstlagningu þar sem það er mögulegt.

 

 

Pósturinn – Pakki póstbox

 

Póstbox eru opin 24/7 og eru staðsett víðsvegar um landið. Verð: 990 kr.

 

Sjá staðsetningar hér.

 • Pakki Póstbox telst afhentur viðtakanda þegar QR kóði hefur verið skannaður eða pin númer slegið inn og hólf opnast.
 • Gæðastaðlar Póstsins miðast við afhendingu daginn eftir í Póstbox í 90% tilfella.
 • Póstbox eru fyllt tvisvar á dag virka daga og einu sinni á laugardögum
 • Viðskiptavinir geta eingöngu móttekið eftirfarandi pakkasendingar í Póstbox:
  • Innlendar pakkasendingar undir stærðarmörkum
  • Hámarksþyngd fyrir Pakki Póstbox er 20 kg
  • Innlendar pakkasendingar með engum gjöldum sem viðtakandi þarf að greiða
  • Innlendar pakkasendingar án viðbótarþjónustu að undanskildu brothætt.
 • Til að nota póstbox þarf að skrá sig á minnpostur.is og velja þar póstbox sem afhendingarval. Hægt er að breyta um valið póstbox hvenær sem er.
 • Eftir að póstbox hefur verið valið munu allar sendingar framvegis berast í það póstbox, óháð utanáskrift sendinganna. Tilkynningar berast í GSM símanúmer viðtakanda.