fbpx

MORGUNVERKIN HENNAR ÖNNU

NÆRIST Í HESTAFERÐUM UM ÍSLENSKA NÁTTÚRU


Anna Gréta Oddsdóttir fyrverandi blaðakona, er sálfræði menntaður jógakennari sem útskrifast með masterspróf í markaðsfræði í haust. Á venjulegum vinnutíma sinnir hún starfi rekstrarstjóra á auglysingastofunni Ketchup Creative með ansi hressu og hæfileikaríku fólki.   

Fyrir utan hefðbundin vinnutíma sinnir Anna eitt stykki vefverslun sem hún opnaði sl. haust.  Elba.is  er vefverslun sem selur náttúrlegar snyrtivörur og einnig bætiefnin okkar frá ICEHERBS.  Þar á meðal uppáhaldið hennar, magnesíum  með fjallagrösum. 

Anna hafði áður verið að eigin sögn með slæma húð og hafði það mikil áhrif á sjálfstraustið hennar og er því Elba.is komin til vegna hennar hugsjóna um hreinar og náttúrulegar vörur.  Anna er í sambúð með Fannari Guðmundssyni verkfræðingi og kennara og eiga þau von á frumburði sínum í haust og ríkir eðlilega mikil spenna. Anna var til í að svara nokkrum spurningum.

Áttu þér morgunrútínu?

Áður fyrr byrjaði dagurinn alltaf á óheilbrigðu magni af kaffi en þar sem ég er ólétt og erfinginn er greinilega ekki haldinn sömu kaffiþráhyggju þá hefur það vikið fyrir appelsínudjús og lífrænni jarðaberja jógúrt. Eftir morgunmatinn finnst mér gott að kveikja í salvíu og setjast niður og taka smá hugleiðslu eða öndunaræfingar, þó það sé ekki nema í tvær mínútur þá finn ég mikinn mun, ég stefni samt alltaf á 10 mínútur.


Þegar að ég er búin með morgunmatinn þá fer ég út með hundinn, en hún er íslenskur fjárhundur og þarf því mikla hreyfingu. Síðan liggur leiðin í vinnuna þar sem vinnufélagarnir og stórmeistararnir í Ketchup Creative taka á móti mér. 

Tekuru einhver vítamín reglulega? 

Ég tek D-vítamínmagnesíum og hvannarrót. D-vítamín af því að við búum á hjara veraldar, og magnesíum af því að ég fæ mikla fótaóeirð á kvöldin. Ég er líka byrjuð að taka inn hvannarrót þar sem hún hjálpar mér við að minnka einkenni brjóstsviða sem ég byrjaði að finna fyrir á meðgöngunni.

Af hverju notarðu ICEHERBS bætiefnin? 

Ég er dugleg að hlusta á líkamann og um leið og ég finn fyrir einkennum eins og þreytu, fótaóeirð, eða auknum bólgum þá vil ég laga það með jóga og vítamínum. Magnesíum frá ICEHERBS hefur reynst mér mjög vel fyrir fótaóeirð sérstaklega á meðgöngu. Ég forðast lyf eins og heitan eldinn. 

Ég nota ICEHERBS af því að ég vil styðja við íslenska framleiðslu og ég finn mikin mun og virkni þegar ég nota ICEHERBS vörurnar. Svo skemma ekki fyrir ótrúlega fallegar umbúðir sem eru hálfgert stofustáss. 

Hvernig heldur þú þér heilbrigðri?

Ég held mér heilbrigðri með að gera hluti sem veita mér hamingju en næra á sama tíma líkama, huga og sál.

Ég vildi óska að ég gæti sagt með því að hjóla 50 km eða hlaupa 20 km á laugardagsmorgni og taka lauflétta fjallgöngu þess á milli en því miður er það ekki þannig hjá mér. Ég á hins vegar mjög virkan mann sem sér um þetta og þegar ég er að vakna á sunnudagsmorgnum þá eru yfirgnæfandi líkur a því að hann sé búinn að hlaupa svona tvær til þrjár Esjuferðir.


Ég held mér heilbrigðri með að lesa góða bók með gómsætt súkkulaði mér við hönd, fara í göngutúr með hundinn og jóga. 

Hver er uppskriftin að draumadegi?

Það toppar ekkert hestaferð með góðum vinum og fjölskyldu í íslenskri náttúru. Rúsínan í pylsuendanum væri síðan gott gítar- eða harmonikku partý sem myndi leiða hópinn á eitt gott sveitaball.


Annars læri ég margt mikið og gott þegar ég sest á laugardagsmorgnum með helgarútgáfu Fréttablaðsins og les þar viðtal vikunnar í barnablaðinu. Þar eru viðtöl við leiðtoga framtíðarinnar og einn meistari svaraði spurningunni: “Hver er uppáhaldsdagurinn þinn?” með svarinu: “Dagurinn í dag er bestur” og ég verð að quota hann og segja að draumadagurinn er dagurinn í dag. 

Eitthvað að lokum?

Sólarkvíði ætti að vera alvöru greining. Ef einhver vill stofna félag sólarkvíðasjúklinga þá væri það frábært.

Varan fæst í flestum apótekum, heilsuvörurverslunum og betri stórvörumörkuðum.