Það tekur 21 dag að skapa nýja venju

C-VÍTAMÍN & ENGIFER

kr.2.299

 

Náttúrulegur flensubani

 

C-vítamín & engifer náttúrulegur flensubani er öflug blanda sem styður við ónæmiskerfið. C-vítamín er öflugt og mikilvægt andoxunarefni sem stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins, gegnir hlutverki í viðhaldi og myndun vefja. Líkaminn getur ekki framleitt C-vítamín sjálfur og því þarf að tryggja inntöku með fæðu eða fæðubótarefnum. Engifer hefur lengi verið þekkt sem virk lækningarjurt og fyrir áhrif sín á einkenni hálsbólgu og kvefs.

Fyrir ónæmiskerfið
C-vítamín er öflugt andoxunarefni sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið. Vegna andoxunarvirkni C-vítamíns getur það barist gegn streitu, örverum og bakteríum og hjálpar líkamanum að verjast gegn sýkingum.

Húðin & framleiðsla kollagens
C-vítamín er mikilvægt næringarefni fyrir náttúrulega myndun kollagens í líkamanum og gegnir því mikilvægu hlutverki í viðhaldi vefja eins og brjósk og beina. Inntaka C-vítamíns skiptir einnig máli fyrir heilbrigði húðarinnar, þar sem kollagen er eitt helsta uppbyggingarefni húðarinnar sem viðheldur teygjanleika hennar. C-vítamín kemur einnig í veg fyrir að frumur líkamans verði fyrir ótímabærri öldrun.

Aðrir kostir C-vítamíns
C-vítamín gegnir einnig því hlutverki að styðja við taugakerfið, getur stuðlað að heilbrigði augna og aukið upptöku járns í líkamanum.

 

Innihaldslýsing og notkun

Varan inniheldur 60 hylki.

Hvert hylki inniheldur: 

  • C-vítamín, 250 mg (315% RDS)
  • Engifer, 240 mg
  • Bláber, 50 mg
  • Engin aukaefni
  • Hylkin eru úr jurtabeðmi

Notkun:
Takið 2 hylki á dag með vatni.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.  Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar fæðu. Geymið þar sem börn ná ekki til.

Umsagnir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir eins og er.

Eigðu frumkvæði að fyrstu umsögninni um “C-VÍTAMÍN & ENGIFER”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.