kr.2.199
Járn & Trefjar hét áður “Andoxun”
Járn & Trefjar er sannkölluð ofurfæðublanda með íslenskum krækiberjum og rauðrófum. Blandan er rík af andoxunarefnum, járni, trefjum og virkar vatnslosandi.
Krækiber eru þekkt fyrir að vera vatnslosandi og eru rík af andoxunarefnum eins og flavonóíð sem geta hjálpað við að styrkja ónæmiskerfið og e- og c-vítamínum. Neysla krækiberja er einnig talin hafa jákvæð áhrif á taugakerfið, heilastarfssemi og sjón. Að lokum, þá eru krækiber mjög trefjarík, en trefjar eru nauðsynlegar fyrir góða meltingu.
Rauðrófur eru þekktar fyrir að bæta súrefnisupptöku og auka blóðflæði. Þær hafa slegið í gegn meðal íþróttafólks þar sem eiginleikarnir skila sér í aukinni snerpu, orku og úthaldi. Rauðrófurnar eru einstaklega næringaríkar og innihalda C vítamín, kalíum og önnur nauðsynleg steinefni sem styrkja ónæmiskerfið. Þær styðja einnig við afeitrunarferli lifrar og eru einstaklega járnríkar.
Varan inniheldur 60 hylki.
Hvert hylki inniheldur:
Notkun:
Takið 2 hylki á dag með vatni.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar fæðu. Geymið þar sem börn ná ekki til.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir eins og er.