fbpx

C-vítamín: Öflugur & náttúrulegur flensubani


C-vítamín og engifer er öflug blanda sem mætti kalla náttúrulegan flensubana. C-vítamín veitir öfluga vörn fyrir bæði ónæmiskerfið, öndunarfærin og taugakerfið. Engifer hefur lengi verið þekkt fyrir að hafa bólgueyðandi eiginleika auk þess sem engifer getur linað hálsbólgu, hósta og önnur einkenni kvefs.

C-vítamín mikilvægt næringarefni

Andoxunarefnið C-vítamín er mikilvægt næringarefni sem gegnir ýmsum mikilvægum hlutverkum í starfsemi líkamans. Sem dæmi tekur C-vítamín þátt í viðhaldi vefja, framleiðslu á tilteknum boðefnum, eykur upptöku járns í líkamanum og örvar framleiðslu kollagens í líkamanum.
Ekki eru eiginleikar C-vítamíns upptaldir, en C-vítamín er ekki síður þekkt fyrir að styrkja ónæmiskerfið.

C-vítamín styður við ónæmiskerfið

C-vítamín er líklega þekktast fyrir jákvæð áhrif sín á ónæmiskerfið. Þar sem C-vítamín hefur andoxunarvirkni berst það gegn streitu, örverum og bakteríum og ver líkamann gegn sýkingum. Inntaka C-vítamíns getur því komið í veg fyrir kvefpestir eða dregið úr einkennum og flýtt fyrir bata.

Náttúrulegur flensubani

C-vítamín og engifer mynda öfluga blöndu sem styður við ónæmiskerfið og getur virkað sem náttúrulegur flensubani. Engifer inniheldur lífvirk efni sem geta haft bólgueyðandi og verkjastillandi áhrif en einnig linað höfuðverk, hósta, hálsbólgu og önnur einkenni kvefpesta.

Líkaminn framleiðir ekki C-vítamín

Líkaminn framleiðir ekki C-vítamín sjálfur og þarf því að fá næringarefnið úr fæðu eða fæðubót,
C-vítamín finnst í fæðutegundum eins og sítrusávöxtum, tómötum, jarðarberjum, káli, papriku og kartöflum, Til þess að ná fyrirbyggjandi vörn með C-vítamíni þarf líkaminn að innbyrða C-vítamín reglulega.
C-vítamín í hylkjaformi eru tilvalin fæðubót fyrir þá sem vilja tryggja þá vörn sem C-vítamín veitir gegn árstíðabundnum kvefpestum eða vilja taka inn góð andoxunarefni. C-vítamín&engifer frá ICEHERBS inniheldur 500 mg af öflugum og náttúrulegum flensubana.

Vörurnar frá ICEHERBS fást í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum og betri stórmörkuðum & í vefverslun ICEHERBS.
Í vefverslun má finna ýmsa tilboðspakka sem innihalda sérstaklega valin bætiefni á niðursettu verði.