29 des Bætiefni sem geta reynst vel á breytingaskeiðinu
Kröftug og náttúrulega bætiefni sem geta reynst vel á breytingaskeiðinu.
Katrín Amni Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri og annar eigandi ICEHERBS, segir að náttúran búi yfir mikilli virkni og leyndarmálum þegar kemur að því að fara í gegnum breytingaskeiðið. „Þetta tímabil í lífi kvenna er mjög einstaklingsbundið og því þarf hver og ein að finna sína leið sem getur verið mjög erfitt. Sumar glíma við líkamleg vandamál, hvort sem það eru liðverkir og hitakóf eða margt annað. Aðrar glíma við svefnröskun og andlegt ójafnvægi.
Það leita margar til okkar hjá ICEHERBS eftir náttúrulegum bætiefnum sem hjálpa til við að vinna gegn ýmsum einkennum breytingaskeiðsins. Margar konur kjósa að styðjast alfarið við náttúrulegar lausnir á meðan aðrar vilja nýta sér þær í bland við aðrar meðferðir,“ segir Katrín.
Stelpur, pössum upp á svefninn
Sofðu rótt og Magnesíum með fjallagrösum eru afar kröftugar blöndur fyrir bættan svefn. Þessar vörur geta aukið slökun, svefn og svefngæði til muna. „Svefninn fer úr skorðum hjá mörgum konum á breytingaskeiðinu. Svefninn er lykilatriði í því að okkur líði vel og er því alltaf fyrsta skrefið. Ef svefninn er í ólagi getur það ýkt einkenni og við finnum það líklega öll, að eftir svefnlausar nætur, er rökhugsun og lundarfar sjaldan upp á marga fiska. Þá getur hjálpað mörgum að bæta svefninn með inntöku á náttúrulegum bætiefnum.“
Verum góð við lifrina okkar
Mjólkurþistill er ævaforn og vinsæl lækningajurt.
„Hann hefur löngum verið notaður til að styðja við starfsemi lifrarinnar með því að hjálpa til við hreinsun hennar. Lifrin er í fullri vinnu við að halda líkamanum í jafnvægi og getur hún orðið ansi þreytt. Við mælum oft með mjólkurþistli eftir góðar grillveislur og skemmtileg partí. En það má ekki gleyma að lifrin sinnir margvíslegum hlutverkum sem geta haft áhrif á jafnvægi hormónastarfseminnar. Þar á meðal kynhormóna og skjaldkirtilshormóna. Með því að hjálpa til við hreinsun lifrarinnar er mjólkurþistillinn eins og aðstoðarmaður sem hjálpar lifrinni við starf sitt.
Mjólkurþistillinn virðist enn fremur slá á hitakófið hjá sumum konum en eins og ég segi, þá eru áhrif bætiefna mjög einstaklingsbundin,“ segir Katrín.
Töfrar túrmeriks
„Túrmerikið er auðvitað stórkostleg lækningajurt sem löngum hefur verið þekkt sem víðtæk náttúruleg lausn. Hún eykur kraft og virðist hafa gríðarlega góð áhrif á liðverki, bólgur og einnig meltinguna. Gigtareinkenni eru algeng á breytingaskeiðinu og hjá mörgum er túrmerikblandan okkar ómissandi. Okkar blanda inniheldur einnig svartan pipar sem margfaldar upptöku túrmeriks og íslensk fjallagrös sem eru þekkt sem gingseng Íslands, enda stútfull af næringarefnum, steinefnum og trefjum.“
Burnirót gegn streitu og þreytu
„Virkni burnirótarinnar gegn streitu og þreytu hefur ekki farið fram hjá neinum. Meiri orka frá ICEHERBS inniheldur burnirót og íslensk fjallagrös og hefur verið gríðarlega vinsæl hjá konum á besta aldri sem glíma við leiðinda heilaþoku og stressvesen og streitu. Eins og við vitum getur breytingaskeiðið skollið á af krafti og er slen og orkuleysi eitt af fyrstu einkennum hjá fjölmörgum konum.
Virka efnið í burnirótinni er svokallað adaptógen, sem er náttúrulegt efni sem eykur viðnám líkamans við þreytu, streitu og kvíða. Burnirótin er hreinlega algjör kraftaverkajurt og ættu í raun sem flestir að nota hana sem vilja skýrari huga. Einnig getur hún haft góð áhrif á kynhvötina, en margar konur glíma við kyndeyfð á breytingaskeiðinu.“
Hlúum betur að okkur
Katrín fagnar aukinni umræðu um breytingaskeiðið. „Fyrir mitt leyti þá róar það mig að sjá hvað umræðan um þetta tímabil hefur opnast mikið. Ég sé það enn betur að við sem konur verðum að hlúa vel að okkur, hlusta á líkama okkar og ekki horfa fram hjá einkennum breytingaskeiðsins. Þetta eru raunveruleg einkenni og það er ýmislegt hægt að gera svo okkur líði betur. Ég held að alheimurinn skuldi okkur konum að sýna skilning á þessu áhrifamikla tímabili, því við göngum allar í gegnum þetta á okkar hátt. Það er svakalegt að vita til þess hvað mörgum konum hefur liðið illa í svo langan tíma og mætt litlum skilningi.
Við hjá ICEHERBS erum að hlusta á hvað er í gangi. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa til í þessari vegferð og þróa vörur sem geta stutt konur í gegnum þetta tímabil æviskeiðsins. Ég legg áherslu á að við erum hvorki að veita læknisráð né að selja lyf en hins vegar trúum við á lækningamátt jurta enda getur hann verið stórfenglegur. Við heyrum nær daglega frá konum sem deila með okkur jákvæðri upplifun sinni af vörunum okkar og þær hjálpa þeim að eiga betri daga og nætur á þessu tímabili lífsins. Það styrkir og hvetur okkur til að gera sífellt betur.“
Grein var fyrst birt í Fréttablaðinu
Vörurnar fást í flestum apótekum, heilsuvörurverslunum og betri stórvörumörkuðum.
-
HÚÐ, HÁR & NEGLURkr.2.399
-
Húðþrennakr.7.890
-
Sólarpakkinnkr.8.090