fbpx
Um okkur

Vörumerkið ICEHERBS er í eigu Kavita ehf.

Fyrirtækið hefur að markmiði að nýta náttúruauðlindir, sem eru tengdar við sögu og hefðir íslensku þjóðarinnar, og gera þær að neytendavænum vörum.  ICEHERBS framleiðir náttúruleg bætiefni sem byggja á heilnæmri nýtingu náttúruafurða, kraftinum úr íslenskri náttúru og með stoð í rannsóknir á afurðum náttúrunnar.

Vörurúrval Kavita höfðar til vaxandi hóps fólks sem hugsar á fyrirbyggjandi hátt um heilsusamlegt líferni.

iceherbs-vefur-2

Teymið

KATRÍN AMNI FRIÐRIKSDÓTTIR

Framkvæmdastjóri

ÁGÚST SINDRI KARLSSON

Fjármálastjóri

Ása Björg Tryggvadóttir

Aðstoðarframkvæmdarstjóri

Berglind Gerða Sigurðardóttir

Söludeild

Sunna Sveinsdóttir

Söludeild

Guðrún Le Sage De-Fontenay

Grafískur hönnuður

Sagan

ICEHERBS vörumerkið er í eigu Kavita ehf.

Sögu ICEHERBS má rekja til ársins 1993 þegar félagið Íslensk fjallagrös hf. var stofnað af sveitarfélögum á Norðurlandi. Hugmyndin að stofnun félagins var að nýta íslenskt hráefni og fjallagrös, sem á þeim tíma höfðu verið flutt úr landi óunnin.  Félagið tók fljótlega að nota vörumerkið ICEHERBS.

Hálsmixtúrur undir vörumerkinu ICEHERBS hafa verið til sölu frá árinu 1995.  Árið 2012 hófst vöruþróun og framleiðsla á hreinum bætiefnum í hylkjum en mikill vöxtur er í  þeim vöruflokki á heimsvísu.

Árið 2016 var vörumerkið ICEHERBS flutt í nýtt félag Kavita ehf.

Árið 2017 var farið að selja húðvörur undir vörumerkinu ICEHERBS Skin. Varasalvar voru fyrstir í vöruþróun á húðvörum er innihalda fjallagrös.

 

Eigendur Kavita ehf. eru Katrín Amni Friðriksdóttir og Ágúst Sindri Karlsson.

Katrín Amni er hagfræðingur að mennt en hefur í um tvo áratugi haft mikinn áhuga á heilsusamlegum lífstíl og hreinum vörum. Katrín hefur lengi notað náttúrulegar og hreinar vörur í sínu daglega lífi. Katrín tók við sem innkaupa- og markaðsstjóri Heilsuhússins, sem er í eigu Lyfju, árið 2013. Þar jókst áhugi hennar á gagnsæi heilsuvara og mikilvægi gæða og hreinleika þeirra. Katrín sá alfarið um vöruúrval verslanakeðjunnar í um þrjú ár.

Árið 2016 ákvað Katrín að nýta sér þekkingu sína á sviði markaðssetningar og á heilsuvörum og keypti eignarhlut í Náttúrusmiðjunni ehf. Samhliða tók hún við framkvæmdastjórn Kavita.

Ágúst Sindri er með bakgrunn úr lögfræði og viðskiptum. Á síðari árum hefur hann lagt áherslu á nýsköpun á sviði heilsu og umhverfismála. Það er hans sýn að skynsamleg notkun á heilsuvörum í bland við hreyfingu stuðli að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Hann telur að mannkynið hafi notað náttúruvörur til lækningar og heilsueflingar um aldir og engin ástæða er til að ætla annað en að skynsamleg nýting á heilsuvörum geri sama gagn í dag og fyrr á öldum. ICEHERBS vörumerkið stendur fyrir hreinum vörum og sjálfbærri nýtingu á afurðum.

Í sögu ICEHERBS liggur mikið hugvit, vinna og fjármagn. Styrkleikar fyrirtækisins felast einkum í afurðum íslenskrar náttúru sem er mjög gjöful á virkar lækningajurtir, og  hugmyndafræðinni um kraft náttúrulegra jurta og lækningamætti þeirra til þess að viðhalda heilbrigðum lífstíl.