SKILMÁLAR

q

SKILMÁLAR

Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti á heimasíðu Náttúrusmiðjunnar ehf., Iceherbs.is.

Upplýsingar um fyrirtækið

 

Eftirfarandi skilmálar gilda um sölu á vörum Náttúrusmiðjunnar ehf., kt. 660712-0460, Húnabraut 33, 540 Blönduósi.  Símanúmer +354 770 2244.  Netfang:  iceherbs@iceherbs.is.

Náttúrsmiðjan ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

 

Afhending vöru

 

Allar pantanir eru afgreiddar frá Náttúrusmiðjunni ehf. næsta virka dag eftir pöntun.  Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður Náttúrusmiðjunnar ehf. hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Náttúrusmiðjan ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Náttúrusmiðjunni ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Frí heimaending er á pöntunum 8.000 kr og yfir nema annað komi fram.

 

 

Verð á vöru og sendingakostnaður

 

Öll verð í vefverslun eru með gefin upp með virðisaukaskatti.  Almennur virðisaukaskattur er 24% en af matvörum, þ.á m. fæðubótarefnum er virðisaukaskattur 11%.

Við uppgefið verð bætist sendingakostnaður.

 

Sendingamöguleikar eru eftirfarandi:

 

Pósturinn – Pakki pósthús

Pöntun send á næsta pósthús. Verð: 1.190 kr.

  • Pakki Pósthús er afhentur á pósthúsi viðtakanda við framvísun tilkynningar og skilríkjameð mynd.
  • Tilkynning um pakka er send á GSM númer sem skráð er á pakkann. Ef ekkert GSM númer er skráð er prentuð út tilkynning og hún borin út á það heimilisfang sem skráð er fyrir pakkanum.
  • Viðtakandi getur einnig veitt öðrum aðila skriflegt
    umboð til að taka á móti pakkanum á pósthúsi fyrir sína hönd.
  • Geymslutími pakka á pósthúsi er 30 dagar frá komudegi. Geymslugjald leggst á sendingar eftir 10 virka daga á pósthúsi.
Pósturinn – Pakki heim

Pantanir eru almennt keyrðar heim 1- 3 dögum eftir póstlagningu. Verð: 1.490 kr.

  • Pakkar Heim eru keyrðir út til viðtakenda þar sem Pósturinn hefur heimaksturskerfi. Ef póstlagt er fyrir síðasta póstlagningartíma verður pakkinn keyrður út 1., 2. eða 3. dag
    eftir póstlagningu.
  • Gæðastaðlar Póstsins miðast við að tilraun til afhendingar sé reynd í a.m.k. 85% tilfella fyrsta dag eftir póstlagningu þar sem það er mögulegt.
Pósturinn – Pakki póstbox

Póstbox eru opin 24/7 og eru staðsett víðsvegar um landið. Verð: 990 kr.

Sjá staðsetningar hér.

  • Pakki Póstbox telst afhentur viðtakanda þegar QR kóði hefur verið skannaður eða pin númer slegið inn og hólf opnast.
  • Gæðastaðlar Póstsins miðast við afhendingu daginn eftir í Póstbox í 90% tilfella.
  • Póstbox eru fyllt tvisvar á dag virka daga og einu sinni á laugardögum
  • Viðskiptavinir geta eingöngu móttekið eftirfarandi pakkasendingar í Póstbox:
    • Innlendar pakkasendingar undir stærðarmörkum.
    • Hámarksþyngd fyrir Pakki Póstbox er 20 kg.
    • Innlendar pakkasendingar með engum gjöldum sem viðtakandi þarf að greiða.
    • Innlendar pakkasendingar án viðbótarþjónustu að undanskildu brothætt.
    • Til að nota póstbox þarf að skrá sig á minnpostur.is og velja þar póstbox sem afhendingarval. Hægt er að breyta um valið póstbox hvenær sem er.
  • Eftir að póstbox hefur verið valið munu allar sendingar framvegis berast í það póstbox, óháð utanáskrift sendinganna. Tilkynningar berast í GSM símanúmer viðtakanda.

Að skipta og skila vöru

 

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara

 

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

 

Um skilmála þessa og þá samninga sem til verða á grundvelli þeirra gilda íslensk lög.  Rísi mál vegna skilmála þessara skulu þau rekin fyrir Héraðsdómi Norðurlands Vestra.

Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.