fbpx

HAMINGJUSPJALL VIÐ KOLBRÚNU PÁLÍNU

KULDABÖÐ OG LANGAR GÖNGUFERÐIR FYRIR LÍKAMA OG SÁL


Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðlakona og fagurkeri leggur mikið uppúr því að hugsa vel um heilsuna en útivist og sjósund eiga hug hennar allan um þessar mundir.  Við fengum að spyrja hana nokkurra spurninga  og  fá smá innsýn í hennar daglega líf.

HVER ER MORGUNRÚTÍNAN ÞÍN?

Ég hef nú aldreilis prófað ýmislegt þegar það kemur að morgunrútínunni. Einu sinni var maður ekki maður með mönnum nema að borða góðan morgunmat um leið og maður vaknaði, ræsa vélina og allt það. Með tímanum læriri maður svo að hlusta á musterið og í dag hentar mér mun betur að borða þegar ég er búin að vera vakandi í svolítinn tíma. Ég byrja hinsvegar alla daga á einum rótsterkum kaffibolla, svo er verið að iðka Wim Hof öndunina á heimilinu um þessar mundir svo það er yfirleitt næsta verkefni að rúlla í gegnum eina góða öndunaræfingu. Því næst er það góð sturta, engiferskot, vítamínskammtur dagsins og svo léttur morgunmatur.

Staða – menntun hjúskaparstaða

Ég er multitaskandi mamma, fjölmiðla- og sjónvarpsþáttagerðakona, ráðgjafi og alls kyns skemmtilegt og bý með frábæra kærastanum mínum honum Jóni Hauki Baldvinssyni.

Hvaða bætiefni notar þú?

Ég tek alltaf D-vítamíniðHreinsandiTúrmerik og Magnesíum fyrir svefninn en það hefur hjálpað mér verulega að koma lagi á svefninn minn eftir langvarandi bras. Þegar íslenska kvefið byrjar svo að kitla þá dæli ég í mig Flensubananum sem er geggjaður.

Af hverju hefur þú notað ICEHERBS bætiefnin?

Því þau eru aðgengileg, þæginleg til inntöku og umfram allt þá upplifi ég virknina í þeim.

Hvernig helduru þér heilbrigðri?

Ég hreyfi mig í náttúrunni en það er algjörlega uppáhalds núna. Ég syndi reglulega í sjónum, fer í langar gönguferðir, hjóla, fer í golf og svo heimsæki ég hana Lukku Páls reglulega í nýju stöðina hennar, Green Fit þar sem ég er í frábæru heildrænu prógrammi fyrir líkama og sál.

Hvernig hlúir þú að andlegri heilsu?

Ég anda, hlusta og horfi. Staldra við og þakka fyrir mig. Ég stunda kuldaböð sem er besta núvitund sem ég hef prófað. Ég hlusta á mannbætandi podköst og tónlist sem að gleður sálina. Svo eyði ég tíma með mínu besta fólki, á innihaldsrík samtöl við mína náustu og hlæ mikið en það er fátt betra fyrir andann en að hlæja og leyfa sér að vera glaður.

Hver er uppskriftin að þínum draumadegi?

Á draumadegi fæ ég morgunkaffið í fallegum bolla í bólið, geri svo geggjaðan brunch með fjölskyldunni minni. Því næst fer ég í langan göngutúr þar sem náttúran gleður augað svo um munar og skelli mér í sjóinn á eftir. Þennan draumadag enda ég svo í góðra vina hópi þar sem það er eldað saman, skálað í góðu rauðvíni og hlegið.

Hvað gerir þú til að slaka á?

Fyrir Covid fór ég daglegag í sund og ég get hreinlega ekki beðið eftir því að laugarnar opni aftur. Eftir nokkrar sundferðir, gufubað, kaldan og heitan pott er ekki arða af stressi eftir í kroppnum. Einnig finnst mér mjög afslappandi að elda mat og baka og geri ég mikið af því. Ég upplifi eiginlega hálfgert hugleiðsluástand í eldhúsinu sem er dásamlegt.

Viltu segja eitthvað að lokum?

Heilsan er mælikvarði lífsgæða okkar svo hugsið eins vel um hana og mögulegt er.

Vörurnar fást í flestum apótekum, heilsuvörurverslunum og betri stórvörumörkuðum.