Náttúrusmiðjan og ICEHERBS

Nýsköpun – náttúrulegt – nýtni

Við nýtum náttúruauðlindir með nýsköpun.  

Vörumerkin ICEHERBS og ICEHERBS Skin heyra undir fyrirtækinu Náttúrusmiðjan ehf.

Fyrirtækið hefur að markmiði að nýta íslenskar náttúruauðlindir og tengja þær við sögu og hefðir íslensku þjóðarinnar. Afurðir Náttúrusmiðjunnar eru heilsu- og fæðubótarvörur sem byggja á aldagamalli trú manna, styrktri af vísindarannsóknum,  og krafti íslenskra náttúru.

Vörur Náttúrusmiðjunnar höfða einkum til þess vaxandi hóps fólks sem hugsar á fyrirbyggjandi hátt um heilsusamlegt liferni.

logo-skin-minna

Starfsmenn

Framkvæmdastjóri Náttúrusmiðjunnar ehf er Katrín Amni Friðriksdóttir sem annast allan daglegan rekstur.

Að auki er félagið í samstarfi við fjölda aðila varðandi söfnun á hráefnum og við framleiðslu á vörum sínum.

 

Stjórn félagsins skipa:

Ágúst Sindri Karlsson, stjórnarformaður

Kári Kárason

Ása Björg Tryggvadóttir

Saga félagsins

Fyrirtækið heyrðu áður undir fyrirtækinu Íslensk fjallagrös sem var stofnað árið 1993. Stofnendur Íslenskra fjallagrasa voru Íslenska heilsufélagið, Iðntæknistofnun Íslands, Invest, Blönduósbær, Svínavatnshreppur, Samvinnusjóður Íslands, Sölufélag A-Húnvetninga, Torfalækjahreppur og Vindhælishreppur.

Árið 1997 keypti Fiskafurðir–Lýsisfélag hf.  nýtt hlutafé í fyrirtækinu og eignaðist  um 15% í því. Fiskafurðir–Lýsisfélag hf. yfirtók síðan reksturinn tímabundið með samningi við aðra hluthafa og gilti sá samningur fram til ársins 2000 þegar Líf hf. keypti öll hlutabréf félagsins og rak það sem sjálfstæða einingu undir dótturfélaginu Heilsuverslun Íslands ehf. Árið 2001 keypti Prokaria ehf. helmingshlut í félaginu og var það rekið í sameign félaganna til ársins 2006. Þá keypti Prokaria ehf. (nú Arkea ehf.) allt félagið.

Hugmyndin með stofnun Íslenskra Fjallagrasa hf. var að nýta íslenskt hráefni, fjallagrös, sem á þeim tíma höfðu verið flutt úr landi óunnin. Fyrirtækið sem breyttist í Náttúrusmiðjuna ehf. Árið 2012 byggir enn á þessari sögu en hefur einnig fært framleiðsluna yfir á aðrar afurðir úr íslenskri náttúru. Í sögu fyrirtækisins liggur mikið hugvit, vinna og fjármagn. Styrkleikar fyrirtækisins felast einkum í hráefninu, eiginleikum þess og gæðum ásamt hreinleika íslenskrar náttúru, þaðan sem hráefnið kemur.