Náttúrusmiðjan ehf.  –  ICEHERBS

Nýsköpun – náttúrulegt – notagildi

Við nýtum náttúruauðlindir með nýsköpun.  

Vörumerkin ICEHERBS og ICEHERBS Skin eru í eigu Náttúrusmiðjunnar ehf.

Fyrirtækið hefur að markmiði að nýta íslenskar náttúruauðlindir og tengja þær við sögu og hefðir íslensku þjóðarinnar. Afurðir Náttúrusmiðjunnar eru heilsu- og fæðubótarvörur sem byggja á aldagamalli trú manna, styrktri af vísindarannsóknum,  og krafti íslenskra náttúru.

Vörur Náttúrusmiðjunnar höfða einkum til þess vaxandi hóps fólks sem hugsar á fyrirbyggjandi hátt um heilsusamlegt liferni.

logo-skin-minna

Teymið:

Framkvæmdastjóri Náttúrusmiðjunnar ehf er Katrín Amni Friðriksdóttir.

Verkefnastjóri Náttúrusmiðjunnar ehf er Sóley Þráinsdóttir.

Grafískur hönnuður og hugmyndasmiður er Guðrún Le Sage De-Fontenay.

Að auki er félagið í samstarfi við fjölda aðila varðandi söfnun á hráefnum og við framleiðslu á vörum sínum.

 

Stjórn félagsins skipa:

Ágúst Sindri Karlsson, stjórnarformaður

Kári Kárason

Ása Björg Tryggvadóttir

Saga félagsins

Félagið Íslensk fjallagrös hf. var stofnað 1993 af sveitarfélögum á Norðurlandi ásamt áhugasömum fjárfestum.    Hugmyndin að félagins var að nýta íslenskt hráefni, fjallagrös, sem á þeim tíma höfðu verið flutt úr landi óunnin.  Félagið tók fljótlega að nota vörumerkið Iceherbs fyrir náttúruvörur sem félagið framleiddi.  Félagið hóf einnig að bjóða vörur úr öðrum hráefnum undir Iceherbs merkinu.

Árið 2016 var vörumerkið Iceherbs flutt í nýtt félag, Náttúrusmiðjuna ehf. sem byggir enn á þessari grunn hugmynd stofnenda að nýta íslenskt hráefni í náttúruvörur.   Félagið hóf árið 2017 að selja húðvörur undir vörumerkinu Iceherbs skin.

Í sögu Iceherbs liggur mikið hugvit, vinna og fjármagn. Styrkleikar fyrirtækisins felast einkum í hráefninu, eiginleikum þess og gæðum ásamt hreinleika íslenskrar náttúru, þaðan sem hráefnið kemur.